Íransferð í febr-mars 2007
FERÐ TIL ÍRANS 25.febr.-10.mars
Bið ykkur hafa hugfast að ég mun setja inn breytingar á ferðinni um 20.okt eða þar um bil. M.a. verður vonandi flogið um Skiphól en ekki Heathrow.
Nauðsynlegt er að greitt sé nákvæmlega á réttum tíma og vinsamlegast látið vita ef einhver vandkvæði eru á því. Við munum hittast í desember og fylla út umsóknareyðublöð vegna vegabréfsáritunar. Þá skulu allir hafa með sér 2 nýjar passamyndir. Konur skulu bera slæðu á þeim myndum.
Ferðatilhögun
25.febr. Flogið með Flugleiðum til Amsterdam og síðan áfram með KLM til Teheran. Komið þangað um kl. 01,30 eftir miðnætti. Fulltrúi ferðaskrifstofu Arg e Jaad tekur á móti hópnum. Farið á hótel Laleh sem er 5 stjörnu hótel.
26.febr. Eftir hádegið teygjum við úr okkur og löbbum yfir á Nýlistasafnið og í heimleiðinni merkilegt teppasafn en þar getur að líta einstök listaverk en fyrir teppagerð er ævaforn hefð. Við borðum saman á Laleh hótelinu og göngum snemma til náða.
27.febr. Morgunverður
Síðan er ferð á Krúnugimsteinasafnið, komið við á frægu kaffihúsi þar sem intelligensían og unglingarnir sækja óspart. Borðum utan hótels en gistum á Laleh
28.febr. Flogið til Sjiraz, borgar næturgala, skálda og rósa eins og Íranir sjálfir orða það. Sjiraz er aðalborgin í Farshéraði og þar er margt minja frá því Akkamenídar og Sassanítar ríktu þar. Við tjekkum inn á Pars hótel sem er 5 stjörnu hótel og er einstaklega vel í sveit sett. Síðdegis er skoðunarferð til Narenjestan eða Appelsínugarðinn sem var reistur síðari hluta 19.aldar sem móttökusalur fyrir gesti og var síðar viðhafnarbústaður. Við skoðum Nasir Molk moskuna og Khan guðfræðiskólann. Göngum um bazarinn, þar sem er margt að skoða og enn fleira að kaupa. Fáum okkur ís eða te og skoðum grafhýsi Hafez þess fræga skálds. Borðum utan hótelsins um kvöldið.
1.mars Morgunverður
Við förum í Eram garðana, að minnismerki skáldsins Saadi og skoðum gamla hliðið inn í Sjiraz. Síðdegis er frjáls dagur, en mætti kannski kíkja á basarinn.
2.mars. Morgunverður.Síðan er skoðunarferð út til Persepolis sem er jafnan talinn einn af hápúnktunum í heimsókn til Írans en þar er best varðveitt rústaborg hins forna veldis Akkamenída en þeir stýrðu Persíu milli 559 og 330 fyrir Krist.
Þaðan er stutt til Nekrópólis þar sem eru gríðarleg grahýsi nokkurra konunga Akkamenída hoggin inn í klettaveggina.
3.mars. Morgunverður
Keyrt áleiðis til Yazd um Pasargad og Abarqu. Við stoppum við Pasargad þar sem er grafhýsi Kýrusar mikla Persakóngs.
Yazd er stærsta byggð Zorostría- sem margir hafa kallað elddýrkendur. Þar má skoða Turn þagnarinnar og Hús hins eilífa elds.
Gistum á sérlega fallegu hóteli í Yazd Mohsir-Ol- og borðum kvöldverð þar.
4.mars. Morgunverður
Við skoðum okkur um í Yazd þennan dag, en þar er sérstakur eyðimerkurarkitektúr, Jamemoskan setur mestan svip á gamla bæinn. Við förum í Dolat Abad garða, vatnssafnið og víðar og íhugum að þarna kom Alexander mikli á sínum tíma og byggði alræmt fangelsi. Borgin er einnig fræg fyrir vefnað og hennagerð.
Gistum í Yazd.
5.mars.Morgunverður
Nú er lagt af stað til Isfahan um Meybod og mætti hugsa sér að stoppa við kastalavirkið þar og skoða líka keramikvinnustofur þar. Við förum um Nain sem er fræg fyrir teppagerð sem þykir einstök. Þegar við komum til Isfahan hreiðrum við um okkur á hótel Aseman sem er prýðisgott 4ra stjörnu hótel. Gistum þar.
6.mars. Morgunverður
Isfahan þykir fegurst allra borga í Íran og verður ekki ýkt um töfra hennar og Lífgjafarfljótið sem rennur um hana. Einstaklega fagrar bláar moskurnar eru eitt frægasta einkenni Isfahan. Við skoðum nokkrar þessara moska og konungshallir og hvers kyns dýrð sem þessi borg státar af. Borðum og gistum á Asemanhóteli.
7.mars. Morgunverður
Við höfum nóg að gera í Isfahan. Við heimsækjum armenska hverfið og dómkirkjuna þar sem var reist á 17.öld. Við skoðum Skjálfandi mínerettuna, fleiri dýrðlegar moskur og hallir og síðast en ekki síst gerum við víðreist um bazarinn og heimsækjum m.a. listamann em teiknar minaturmyndir sem Íranir eru frægir fyrir. Borðað utan hótels en gist á Aseman
8.mars Morgunverður.
Frjáls dagur í Isfahan en fararstjórar, íranskur og íslenskum eru innan seilingar og trúlegt er að við lítum við á markaði á ný, fáum okkur göngu með fljótinu og setjumst niður á testofu undir brúnum.
9. mars Keyrum til Teheran, m.a. framhjá hinni helgu borg Qom og förum á Laleh hótel. Síðdegis gefum við okkur góðan tíma á Þjóðminjasafninu þar sem margt er að sjá. Við kíkjum á Sad Abadsafnið þar sem síðasti keisarinn bjó. Borðum kveðjumáltíð utan hótelsins og gistum á Laleh.
10.mars
Morgunverður
Brottför til flugvallar. Flogið til Amsterdam og eftir nokkurra tíma bið áfram til Íslands.
Innifalið er:
Flug.
Allir skattar
Gisting og morgunverður
Aðstoð við komu og brottför
Flug innan Írans
Allar skoðunarferðir sem eru taldar upp í áætlun
Aðgangseyrir á alla skoðunarstaði sem er getið um í áætlun
Tips á flugvöllum, hótelum og veitingastöðum
Vatn og te/kaffi á löngum ökuleiðum.
Íslensk fararstjórn
Ekki innifalið
Vegabréfsáritun en ég tek að mér að senda vegabréfin (plús tvær passamyndir)út eftir að hafa deilt til þátttakenda umsóknareyðublöðum. Greiða þarf um 60 dollara(gæti breyst) fyrir áritun og einnig póstburðargjald þessu tengt.
Drykkir
Tips til íranskra leiðsögumanna og bílstjóra 10 dollarar á dag 160 dollarar á mann. Ég innheimti það einhvern fyrstu dagana.
Athugið að áfengi er ekki að fá í Íran og má ALLS EKKI flytja það inn í landið.
Konur skulu bera slæðu.
Greiðslur eru sem hér segir:
Staðfestingargjald 20 þús fyrir 15.okt
1.greiðsla 1.nóv. 67.500
2.greiðsla 1.des. 67.500
3.greiðsla 1.jan 67.500
4.greiðsla 1.febr 67.500
Gjörið svo vel og borgið á réttum degi. Það er mjög áríðandi.
Gjörið svo vel og hafið samband. jemen@simnet.is eða í 5514017 og 897 6117
Bið ykkur hafa hugfast að ég mun setja inn breytingar á ferðinni um 20.okt eða þar um bil. M.a. verður vonandi flogið um Skiphól en ekki Heathrow.
Nauðsynlegt er að greitt sé nákvæmlega á réttum tíma og vinsamlegast látið vita ef einhver vandkvæði eru á því. Við munum hittast í desember og fylla út umsóknareyðublöð vegna vegabréfsáritunar. Þá skulu allir hafa með sér 2 nýjar passamyndir. Konur skulu bera slæðu á þeim myndum.
Ferðatilhögun
25.febr. Flogið með Flugleiðum til Amsterdam og síðan áfram með KLM til Teheran. Komið þangað um kl. 01,30 eftir miðnætti. Fulltrúi ferðaskrifstofu Arg e Jaad tekur á móti hópnum. Farið á hótel Laleh sem er 5 stjörnu hótel.
26.febr. Eftir hádegið teygjum við úr okkur og löbbum yfir á Nýlistasafnið og í heimleiðinni merkilegt teppasafn en þar getur að líta einstök listaverk en fyrir teppagerð er ævaforn hefð. Við borðum saman á Laleh hótelinu og göngum snemma til náða.
27.febr. Morgunverður
Síðan er ferð á Krúnugimsteinasafnið, komið við á frægu kaffihúsi þar sem intelligensían og unglingarnir sækja óspart. Borðum utan hótels en gistum á Laleh
28.febr. Flogið til Sjiraz, borgar næturgala, skálda og rósa eins og Íranir sjálfir orða það. Sjiraz er aðalborgin í Farshéraði og þar er margt minja frá því Akkamenídar og Sassanítar ríktu þar. Við tjekkum inn á Pars hótel sem er 5 stjörnu hótel og er einstaklega vel í sveit sett. Síðdegis er skoðunarferð til Narenjestan eða Appelsínugarðinn sem var reistur síðari hluta 19.aldar sem móttökusalur fyrir gesti og var síðar viðhafnarbústaður. Við skoðum Nasir Molk moskuna og Khan guðfræðiskólann. Göngum um bazarinn, þar sem er margt að skoða og enn fleira að kaupa. Fáum okkur ís eða te og skoðum grafhýsi Hafez þess fræga skálds. Borðum utan hótelsins um kvöldið.
1.mars Morgunverður
Við förum í Eram garðana, að minnismerki skáldsins Saadi og skoðum gamla hliðið inn í Sjiraz. Síðdegis er frjáls dagur, en mætti kannski kíkja á basarinn.
2.mars. Morgunverður.Síðan er skoðunarferð út til Persepolis sem er jafnan talinn einn af hápúnktunum í heimsókn til Írans en þar er best varðveitt rústaborg hins forna veldis Akkamenída en þeir stýrðu Persíu milli 559 og 330 fyrir Krist.
Þaðan er stutt til Nekrópólis þar sem eru gríðarleg grahýsi nokkurra konunga Akkamenída hoggin inn í klettaveggina.
3.mars. Morgunverður
Keyrt áleiðis til Yazd um Pasargad og Abarqu. Við stoppum við Pasargad þar sem er grafhýsi Kýrusar mikla Persakóngs.
Yazd er stærsta byggð Zorostría- sem margir hafa kallað elddýrkendur. Þar má skoða Turn þagnarinnar og Hús hins eilífa elds.
Gistum á sérlega fallegu hóteli í Yazd Mohsir-Ol- og borðum kvöldverð þar.
4.mars. Morgunverður
Við skoðum okkur um í Yazd þennan dag, en þar er sérstakur eyðimerkurarkitektúr, Jamemoskan setur mestan svip á gamla bæinn. Við förum í Dolat Abad garða, vatnssafnið og víðar og íhugum að þarna kom Alexander mikli á sínum tíma og byggði alræmt fangelsi. Borgin er einnig fræg fyrir vefnað og hennagerð.
Gistum í Yazd.
5.mars.Morgunverður
Nú er lagt af stað til Isfahan um Meybod og mætti hugsa sér að stoppa við kastalavirkið þar og skoða líka keramikvinnustofur þar. Við förum um Nain sem er fræg fyrir teppagerð sem þykir einstök. Þegar við komum til Isfahan hreiðrum við um okkur á hótel Aseman sem er prýðisgott 4ra stjörnu hótel. Gistum þar.
6.mars. Morgunverður
Isfahan þykir fegurst allra borga í Íran og verður ekki ýkt um töfra hennar og Lífgjafarfljótið sem rennur um hana. Einstaklega fagrar bláar moskurnar eru eitt frægasta einkenni Isfahan. Við skoðum nokkrar þessara moska og konungshallir og hvers kyns dýrð sem þessi borg státar af. Borðum og gistum á Asemanhóteli.
7.mars. Morgunverður
Við höfum nóg að gera í Isfahan. Við heimsækjum armenska hverfið og dómkirkjuna þar sem var reist á 17.öld. Við skoðum Skjálfandi mínerettuna, fleiri dýrðlegar moskur og hallir og síðast en ekki síst gerum við víðreist um bazarinn og heimsækjum m.a. listamann em teiknar minaturmyndir sem Íranir eru frægir fyrir. Borðað utan hótels en gist á Aseman
8.mars Morgunverður.
Frjáls dagur í Isfahan en fararstjórar, íranskur og íslenskum eru innan seilingar og trúlegt er að við lítum við á markaði á ný, fáum okkur göngu með fljótinu og setjumst niður á testofu undir brúnum.
9. mars Keyrum til Teheran, m.a. framhjá hinni helgu borg Qom og förum á Laleh hótel. Síðdegis gefum við okkur góðan tíma á Þjóðminjasafninu þar sem margt er að sjá. Við kíkjum á Sad Abadsafnið þar sem síðasti keisarinn bjó. Borðum kveðjumáltíð utan hótelsins og gistum á Laleh.
10.mars
Morgunverður
Brottför til flugvallar. Flogið til Amsterdam og eftir nokkurra tíma bið áfram til Íslands.
Innifalið er:
Flug.
Allir skattar
Gisting og morgunverður
Aðstoð við komu og brottför
Flug innan Írans
Allar skoðunarferðir sem eru taldar upp í áætlun
Aðgangseyrir á alla skoðunarstaði sem er getið um í áætlun
Tips á flugvöllum, hótelum og veitingastöðum
Vatn og te/kaffi á löngum ökuleiðum.
Íslensk fararstjórn
Ekki innifalið
Vegabréfsáritun en ég tek að mér að senda vegabréfin (plús tvær passamyndir)út eftir að hafa deilt til þátttakenda umsóknareyðublöðum. Greiða þarf um 60 dollara(gæti breyst) fyrir áritun og einnig póstburðargjald þessu tengt.
Drykkir
Tips til íranskra leiðsögumanna og bílstjóra 10 dollarar á dag 160 dollarar á mann. Ég innheimti það einhvern fyrstu dagana.
Athugið að áfengi er ekki að fá í Íran og má ALLS EKKI flytja það inn í landið.
Konur skulu bera slæðu.
Greiðslur eru sem hér segir:
Staðfestingargjald 20 þús fyrir 15.okt
1.greiðsla 1.nóv. 67.500
2.greiðsla 1.des. 67.500
3.greiðsla 1.jan 67.500
4.greiðsla 1.febr 67.500
Gjörið svo vel og borgið á réttum degi. Það er mjög áríðandi.
Gjörið svo vel og hafið samband. jemen@simnet.is eða í 5514017 og 897 6117
<< Home